miðvikudagur, september 07, 2005

Forprófið 2

Í dag voru niðurstöður forprófsins birtar í Gamla skóla. Ég varð alveg steinhissa þegar ég sá nafn mitt efst á listanum með 168 stig, eða 8 stigum á undan næsta manni. Ég hélt í fyrstu að þetta væri eitthvert busagrín og er enn að velta því fyrir mér. Ég átti sko alls ekki von á þessu og eins og þið, lesendur vitið þá var ég mjög svartsýnn í gær. Nú er spurning hvort að þetta þýði endanlega að ég hætti í handboltanum en ég hef verið að gefa það í skyn að undanförnu. En ég ætla ekki að vera að ákveða það núna.

8 ummæli:

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Til hamingju með frábæran árangur gamli vin! Glæsilegt!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta kall

-Haukur Homm ,collega

Unknown sagði...

Þakka ykkur fyrir.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt. Ekki samt hætta alveg i boltanum... kv. bjarki

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þðér Björn, æðislegt :)

Kristján Hrannar sagði...

Já vá, þetta er aðdáunarverður árangur hjá þriðjubekkingi.

Nafnlaus sagði...

Það er eins gott að þú leiðir MR til sigurs!!!

Nafnlaus sagði...

Einsgott að mr vinni gettu betur nuna, or you are taking the fall buddy !!!!:)
Neinei, bara go mr sko :)