sunnudagur, júlí 03, 2005

Kominn heim.

Þá er maður kominn aftur heim til Íslands. Ég var farinn að sakna landsins. Granollers er ekki skemmtilegur bær. Þegar maður var ekki að spila handbolta var mjög lítið að gerast. Við kepptum 5 leiki á mótinu. Við byrjuðum á því að gera dramatískt jafntefli á móti Visoko frá Bosníu þegar Ægir skoraði frá miðju á síðustu sek. Svo töpuðum á móti spænsku liði, unnum tvö spænsk og töpuðum síðan á móti Herulf frá Noregi og komust ekki upp úr riðilinum. Þegar mótið var búið fórum við í skemmtigarð og svo til bæjarins Calella þar sem við dvöldum síðustu daga. Einnig var farið til Barcelona einn daginn en það olli mér hins vegar vonbrigðum að geta ekki skoðað Sagrada Familia-kirkjuna. Það þýðir að ég þarf að koma aftur til Barcelona einhvern tíman seinna.

Í heildina litið er finnst mér ekki gaman að fara í keppnisferð til Spánar. Spánn er áhugavert land en maður er of bundinn af hópnum. Svo er líka allt of heitt þar. Frekar vil ég fara til Danmerkur eða Svíþjóðar. Ef ég er spurður hvort ég vilji fara aftur í keppnisferð til útlanda þá myndi ég segja nei. Frekar vil ég fara til útlanda á eigin vegum.
Hér er svo ferðasaga frá Arnari þjálfara

Ég er reyndar nokkuð svekktur yfir því að hafa misst af brúðkaupi Nönnu, frænku minnar sem var haldið í Viðey. Sérstaklega þegar ég las umfjöllun frá Frank. En stundum verð ég að fórna einhverju.

Engin ummæli: