mánudagur, febrúar 14, 2005

Komnir í úrslit!

Undanúrslitaviðuregninni á móti Húsaskóla var að ljúka. Það var aldrei nein spurning á hvaða veg keppnin færi. við leiddum 14-9 eftir hraðaspurningarnar og því næst tókum við 3 stig úr vísbendingaspurningunni með því að geta upp á HC Andersen í fyrstu vísbendingunni. Við jókum forystuna enn frekar í töfluspurningunum og Ari Bragi og Sindri skiluðu 5 stigum af 5, fyrir ræðuna þeirra. Í já-nei skriflegu spurningum hlutum við 5 stig af 6 en Hússkælingar hlutu 6. En sigurinn var öruggur, 32-21 ef ég man rétt.

Við keppum til úrslita næsta mánudag á móti Fellaskóla eða Laugarlækjarskóla. Sami staður, sami tími og í kvöld.

Lexía dagsins, spara aðeins flatbökuátið fyrir keppni. Það fer ekkert allt of vel í magann.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með sigurinn

Unknown sagði...

Takk, einhver

Nafnlaus sagði...

já, til hamingju og ég er búinn að fatta hvernig á að commenta