föstudagur, janúar 14, 2005

Tvöfaldur sigur í Nema hvað

Í gær kepptum við í "Nema hvað" spurningakeppninni. Unnum tvo örugga sigra á móti Austurbæjarskóla og Landakotsskóla.

Í fyrri viðuregninni kepptum við á móti Austurbæjarskóla. Eftir Hraðaspurningarnar var 16-14. en við vorum mun sterkari og unnum sannfærandi sigur 28-19. Hefðum þó mátt vera frekari á bjölluna (á sérstaklega við um mig) . Í seinni viðuregninni kepptum við á móti Landakotsskóla. Sú viðuregn var aldrei spennandi og unnum við 26-18 (klúðruðum eiginlega já-nei skriflegu spurningunum)

Við stóðum okkur bara mjög vel. Vorum snöggir í hraðaspurningunum og töluðum vel saman í hinum spurningunum. Svo sviðsframkoman í fínasta lagi hjá okkur.

Næst keppum við 10. febrúar á móti Landakotsskóla aftur í úrslitum hverfismeistarakeppninnar. Þeir unnu Austurbæjarskóla og lentu í öðru sæti í riðilnum.

3 ummæli:

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Þú varst algjör hetja kvöldsins Björn. Sjá þig í hraðaspurningunum, það var altalað hvernig þú hefðir hrokkið í gírinn bara! Vonum bara að okkur gangi síðan jafnvel í hverfismeistaraslagnum...

Unknown sagði...

Já, en það er nú liðsheildin sem skiptir máli.

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Það skemmir nú ekki fyrir að hafa svona sterkan hlekk í keðjunni samt sem áður;)