mánudagur, ágúst 23, 2004

Skólinn byrjaður.

Þá er skólinn byrjaður og ég formlega orðinn 10.bekkingur. Ég fór á skólasetningu í morgun og lenti ég með Inga Viðar sem umsjónarkennara. Ingi talaði mikið og fór sérstaklega út í það að hann hefði beygt krókana á borðinu svo hægt væri að hengja töskurnar á þá. Annars er ég ágætlega spenntur að byrja í 10. bekk og líst mér ágætlega á valfögin sem ég valdi mér. Heimspeki II á mánudögum, frönsku og kvikmyndasögu á þriðjudögum, þýsku á fimmtudögum og íþróttafræði á föstudögum. Svo hef ég sett mér markmið fyrir þetta tímabil.

  1. Að ná 9 í meðaleinkunn á samræmdu prófunum. Ég stefni á MR og er mikilvægt að ná góðum árangri til að komast í þann skóla. Það er erfiðara að komast í skólann núna heldur en þegar systkyni mín komust í hann.
  2. Að vinna Nema hvað! Við vorum mjög óheppin í fyrra þegar við féllum út úr keppninni í bráðarbana á móti Breiðholtsskóla. Ég er einn eftir í liðinu svo það verður að mestu leyti nýtt lið.

Að lokum: Gangi ykkur vel í skólanum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

l to the ol

Unknown sagði...

Ég held að ég sé eitthvað verri í enskunni núna. Alla vegana skildi ég ekki þetta orðasamband.