fimmtudagur, júní 03, 2004

ÍsBjörninn er kominn aftur.

Hafið ekki áhuggjur, ég er ekki hættur að skrifa. Ég tók mér bara smá hlé á meðan prófunum stóð. En nú eru þau búin og ég er kominn aftur á netið. Það er alveg hrikalega margt sem hefur gerst í þessu hléi.

Ber þar hæst að nefna það að forsetinn skrifaði ekki undir fjölmiðlalögin. Eru þetta tímamót í sögu lýðveldisins því að forseti hefur ekki áður neitt þessu valdi áður. Ég er ánægður með það að hann skrifaði ekki undir lögin. Bæði vegna þess að ég er á móti þessum lögum og einnig þess að með þessu fær þjóðin að ákveða hvort frumvarpið verði að lögum eða ekki. Sumir telja þetta vera árás á alþingi en í þessu máli er þingið og þjóðin ósammála og ég tel að vilji þjóðarinnar sé mikilvægari en vilji Alþingis.
Framundan eru forsetakosningar og líst mér ágætlega á Baldur Ágústsson þar sem hann hefur svipaðar skoðanir og ég um forsetaembættið. En Ólafur Ragnar hefur þó hækkað í áliti eftir að hafa beitt málskotsréttinum.

En nóg um það. Sumarið er framundan og ég er næstum því kominn í sumarfrí. Bara skólaslit eftir en þa teljast varla með hjá mér.
Ég skrifa meira síðar.

Engin ummæli: