sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska!

Það er bara ágætur páskadagur hjá mér. Ég vaknaði snemma í morgun og fór í messu kl. 8 eftir það fór ég heim og lagði mig. Eftir það fékk ég mér páskaegg og á ég í nokkrum erfiðleikum með að klára það. Svo komu foreldrar mínir heim frá Skotlandi. Svo förum við í matarboð til frænku minnar í kvöld.
Hafið það bara gott um páskana.

Engin ummæli: